Oyggjatíðindi

Lýðarsvegur 19

188 Hoyvík

 

Tlf: 314411

Teldupostur: oyggjat@olivant.fo

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Kæru félagsmenn:

Vonandi hafið þið öll haft það gott yfir hátíðirnar og er farið að langa til þess að hittast. Við skulum nefnilega segja frá, að þorrablótið nálgast óðfluga. Við erum fremur snemma á ferð í ár, og verður veislan haldin laugardaginn 28. janúar 2012. Eins og síðastliðin ár verðum við í húsi Starfsmannafelagsins, J.H. Schrøtersgøtu 9, Þórshöfn. Húsið opnar kl. 19.00.

Undirbúningurinn er þegar hafinn, enn mikilvægt er að fá að vita sem fyrst, hversu mörg við verðum. Við ætlum (aftur í ár) að reyna að halda kostnaðinum óbreyttum, eða kr. 350 fyrir félagsmenn (sem hafa greitt ársgjaldið fyrir 2011) og 450 kr. fyrir aðra gesti. Leggið peninginn inn á reikning félagsins í Føroya Banka: 6460 – 1629664. Skrifið nafn/nöfn og „Þorrablót“.

Greiðslan gildir sem skráning. Innifalið í verðinu er fordrykkur, og bragðgóður þorramatur, sem kemur með flugi frá Ìslandi. Konurnar í stjórninni gera eftirréttina, eins og seinustu árin. Bar verður opinn.

Afar skemmtilegt var í fyrra hversu vel félagsmenn brugðust við að koma með skemmtiefni og vonum við að ekki verði lakara í ár. Ef einhver efast, er viðkomandi velkominn til þess að hringja til einhvers í stjórninni og ráðfæra sig. Einnig Færeyingarnir!

Seinasti frestur til að skrá sig á Þorrablótið er sunnudagurin 15. janúar 2012.